Þýðingarforrit ?

Að heiðra samkomulag ?? Ætli Mbl sé farið að notast við þýðingarforrit til að þýða fréttir utanlands frá ? Eða eru blaðamennirnir ekki talandi á íslensku ? Það seinna finnst mér eiginlega líklegra með hliðsjón af frásögn um úrskurð hæstaréttar í farbannsmáli í dag. Sú klausa var með öllu óskiljanleg.

Reyndar finnst mér Mogganum hafa farið aftur að öllu leiti eftir að nýji ritstjórinn tók við. (Undantekning þar frá er etv brotthvarf Sigmunds). Gamli ritstjórinn hafði að vísu vörubifreiðar og farm þeirra mjög á hornum sér og eins mátti finna að hinni kröftugu málsvörn marxísks femínisma sem blaðið hafði þá uppi. Og svo Lesbókarvilpan. En ekkert af þessu hefur skánað og ofaná kemur hið hvimleiða evrópusambandstrúboð ritstjórans og hirðar hans.

 Það sem þó út yfir tekur er að greinargóðum og margfróðum pípara sem ritaði pistla um pípulagnir og þjóðmál í fasteignablaðið var sagt upp störfum vegna þess að hann skorti pólitíska rétthugsun um hlýnun jarðar. Eiginlega er varla hægt að vera áskrifandi að slíku blaði og ég er hálft í hvoru að vona að það hætti að koma út, held ég myndi einskis sakna nema Kalvins.


mbl.is „Síðasta tækifæri“ Rússa og Úkraínumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

HG

Höfundur

Hólmgeir Guðmundsson
Hólmgeir Guðmundsson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband