Fimmtudagur, 7. september 2023
Úr gleði í hrylling
En það kemur ekki fram í fréttinni hvort fólkið hafi fengið nauðsynlega áfallahjálp eftir þessa hryllilegu lífsreynslu.
Gleðin breyttist í hrylling | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 26. janúar 2013
Ósammála ......
Þór ekki ofarlega á lista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. janúar 2012
„Gefið mér ....
salt að eta svo að tungan skorpni í mínum munni og minn harmur þagni!"
Þessi orð eru úr kvæðinu Sól eftir Jóhann Sigurjónsson sem mun vera fyrsta ljóð sem ort er á íslensku án ríms og stuðla. (Með fyrirvara um að mig misminni ekki um menntaskólalærdóm minn).
En þetta á þó svo sannarlega við nú.
Segir engan eðlismun á saltinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. apríl 2011
Hvenær .....
Húmorsleysi og neikvæðni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Stjórnsýsla .....
Ósköp var þetta nú gott. Bara smáatriði sem vekur athygi mína: hefði ekki mátt kippa þessu í lag með símtali við embættismennina ? Þurfti ráðherrann að mæta á staðinn ? Og hvernig stóð á þeirri einkennilegu tilviljun að þarna var herskari fréttamanna ?
Getur hugsast að allt heila málið hafi verið hannað einhversstaðar ?
Mun tryggja að Líf fái líf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. janúar 2009
Gildishlaðið orðalag ....
".. státar sig af að hafa talið stjórnvöldum trú um að svo sé" - segir í endursögn Moggans á frétt BBC.
Á vef BBC segir hins vegar "... Kristjan Loftsson indicated that the export persuaded the government that there was a market"..... sem er harla fjarri "þýðingunni". Í þetta sinn held ég ekki að Mogginn hafi notað þýðingarforrit sitt sem ég hef áður drepið á, heldur hafi blaðamaðurinn einfaldlega misst sig í bræðiskasti yfir fréttinni. Enda er ekki til neitt meira eitur í beinum nýja Moggans en hvalveiðar og andstaða við Evrópusambandsaðild.Hvalveiðum ætlað að tefja ESB-ferli? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. janúar 2009
Þýðingarforrit ?
Að heiðra samkomulag ?? Ætli Mbl sé farið að notast við þýðingarforrit til að þýða fréttir utanlands frá ? Eða eru blaðamennirnir ekki talandi á íslensku ? Það seinna finnst mér eiginlega líklegra með hliðsjón af frásögn um úrskurð hæstaréttar í farbannsmáli í dag. Sú klausa var með öllu óskiljanleg.
Reyndar finnst mér Mogganum hafa farið aftur að öllu leiti eftir að nýji ritstjórinn tók við. (Undantekning þar frá er etv brotthvarf Sigmunds). Gamli ritstjórinn hafði að vísu vörubifreiðar og farm þeirra mjög á hornum sér og eins mátti finna að hinni kröftugu málsvörn marxísks femínisma sem blaðið hafði þá uppi. Og svo Lesbókarvilpan. En ekkert af þessu hefur skánað og ofaná kemur hið hvimleiða evrópusambandstrúboð ritstjórans og hirðar hans.
Það sem þó út yfir tekur er að greinargóðum og margfróðum pípara sem ritaði pistla um pípulagnir og þjóðmál í fasteignablaðið var sagt upp störfum vegna þess að hann skorti pólitíska rétthugsun um hlýnun jarðar. Eiginlega er varla hægt að vera áskrifandi að slíku blaði og ég er hálft í hvoru að vona að það hætti að koma út, held ég myndi einskis sakna nema Kalvins.
Síðasta tækifæri Rússa og Úkraínumanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
"Fækkum tófu,
vargfugli og villimink". Þannig hljóðuðu auglýsingar sem voru oft lesnar í útvarpið á árum áður, í nafni Sauðfjárverndarinnar. Eins benti Sauðfjárverndin á sama miðli á margt það gagn sem íslendingar hefðu haft af sauðkindinni og hvatti til þess að ekið væri varlega þar sem sauðfjár væri von. Í ljós kom svo að "Sauðfjárverndin" var roskinn maður búsettur á Selfossi sem bar hag sauðkindarinnar svo mjög fyrir brjósti.
Það er eins með þessa yfirlýsingu Ingibjargar og auglýsingar Sauðfjárverndarinnar, maður áttar sig ekki alveg á hvers vegna hún er að hafa fyrir þessari yfirlýsingu. Og sennilega eru álíka margir sem gera eitthvað með málflutning hennar nú og þeir sem áður fyrr gripu til vopna gegn tófu og öðrum vargi að áeggjan Sauðfjárverndarinnar.
Nauðsynlegt að byggja á árangri Doha-viðræðnanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
HG
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar